Fólki fjölgar í röðinni

Gífurlegur fjöldi beið úrlausn sinna mála við söluskrifstofu Icelandair í …
Gífurlegur fjöldi beið úrlausn sinna mála við söluskrifstofu Icelandair í gær. mbl.is/Hari

Fólki fer nú fjölgandi í röðinni við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugfelli. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Söluskrifstofan opnaði klukkan 05:30 í morgun og þá hafi um 100-150 manns verið í röð.

„Afgreiðslan fyrir það fólk gekk nokkuð hratt fyrir sig. Þá voru þetta í bland farþegar sem komu í gær og áttu eftir að fá endanlega úrlausn sinna mála og svo farþegar sem voru að koma með flugi og áttu bókað far áfram.“

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir fólk almennt yfirvegað og rólegt …
Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir fólk almennt yfirvegað og rólegt á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/RAX

Tómlegt var um að lítast á Keflavíkurflugvelli þegar blaðamann bar að garði um hádegisbil en Guðjón segir starfsfólk Isavia tilbúið að sinna því ef fjölgaði fólki. „Við erum með vatn og samlokur og annað til þess að hjálpa fólki. Við stilltum upp stólum í gær fyrir þá sem þurftu á að halda og svo eru bráðaliðar hérna á okkar vegum sem eru til taks ef eitthvað kemur uppá.“

Þá segir Guðjón að þrátt fyrir mikla örtröð í gær hafi fólk almennt verið yfirvegað og rólegt. Allt starfsfólk sé að reyna að gera það besta úr erfiðum aðstæðum.

Tómlegt var um að lítast um hádegisbil við innritunarborð Icelandair.
Tómlegt var um að lítast um hádegisbil við innritunarborð Icelandair. mbl.is/RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert