Riðuveiki í Svarfaðardalnum

Fé þarf að fella að Urðum.
Fé þarf að fella að Urðum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Riðuveiki hefur greinst í sýni úr kind frá bænum Urðum í Svarfaðardal, sem fór til slátrunar í haust.

Fyrir liggur því að slátra þarf öllu fé á bænum, hreinsa jarðveg útihúsa og brenna innanstokksmuni úr þeim, en slíkur er jafnan gangurinn í svona málum.

Þá eru viðkomandi bændum greiddar bætur, en í nokkur ár eftir að riða greinist þarf að vera fjárlaust á viðkomandi bæ. Síðast gerðist þetta á Urðum árið 2003, en nokkur riðuveikitilvik komu upp í Svarfaðardal fyrr á árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert