Röðin minnkað frá því í morgun

Fyrir utan söluskrifstofu Icelandair fyrir skömmu.
Fyrir utan söluskrifstofu Icelandair fyrir skömmu. mbl.is/RAX

Röðin fyrir utan söluskrifstofu Icelandair við innritunarborðin í flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur minnkað mikið frá því snemma í morgun.

Samkvæmt starfsfólki Icelandair er búist við því að röðin muni lengjast aftur eftir einn til tvo klukkutíma en aðeins nokkrir voru þar þegar blaðamann mbl.is bar þar að garði.

Röðin var löng í morgun, eins og mbl.is greindi frá, vegna verkfallsflugvirkja hjá Icelandair.

Icelandair hefur aflýst einhverjum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli í dag og hefur starfsólk Icelandair unnið hörðum höndum að því að hjálpa farþegum í millilandaflugi við að komast leiðar sinnar með öðrum flugfélögum.

Starfsfólk Isavia reyndi í morgun að aðstoða fólk eftir fremsta megni. Meðal annars útvegaði það fólki stóla, vatn og samlokur.

Frá Keflavíkurflugvelli fyrir skömmu.
Frá Keflavíkurflugvelli fyrir skömmu. mbl.is/RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert