Hvassviðri og éljagangur

Búast má við éljum eða slydduéljum á morgun og hvassviðri …
Búast má við éljum eða slydduéljum á morgun og hvassviðri víða um land. mbl.is/Kristinn Magnússon

Suðvestanátt verður á landinu næsta sólarhringinn og víða 13-18 metrar á sekúndu. Él eða slydduél um mestallt land, sum með talsverðri úrkomu og dimm. Bjart verður norðaustan til á landinu.

Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi, á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra.

Veður fer kólnandi og verður hiti um frostmark á morgun.

Í athugasemd veðurfræðings kemur fram að búast megi við allhvassri suðvestanátt með þéttum éljagangi og getur orðið blint í verstu éljahryðjunum, sér í lagi á fjallvegum, til dæmis á Hellisheiði.

Veðurvefur mbl.is 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert