Einmanalegt tjald að vetrarlagi

Myndin er tekin 20. desember 2017.
Myndin er tekin 20. desember 2017. mbl.is/Ingólfur Guðmundsson

„Tjaldið er innsetning gesta tjaldsvæðisins sem búa hér og vilja leggja áherslu á aðstæður sínar. Þarna hefur enginn búið,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, framkvæmdarstjóri Farfugla og tjaldsvæðisins í Laugardal, spurð um lítið tjald sem reist er á vörubrettum á milli hjólhýsa á rafmagnstjaldsvæðinu í Laugardal.  

Á svæðinu eru um 15 hjólhýsi sem hafa leigt aðstöðu þar í um nokkra mánuði eða lengur. Leigan er 38 þúsund á mánuði með aðgangi að rafmagni. Hópurinn er blandaður sem býr þar. 

„Þetta er annar veturinn sem tjaldsvæðið hefur verið opið til að mæta eftirspurn ferðamanna. Annars hefðu þeir lagt yfir nótt við vegi og á bílaplönum,“ segir Sigríður. Enginn af þeim sem er nú á tjaldsvæðinu er ferðamaður. Hins vegar leigja þeir oft aðstöðu yfir nótt og stundum í nokkra daga yfir vetrartímann en á þessum árstíma eru þeir ekki margir.

Ekki aðstaða fyrir fleiri 

Sigríður segir að fleiri geta ekki verið á svæðinu því ekki er rafmagn í boði fyrir alla. „Við erum að skoða það hvort við þurfum að takmarka fjöldann enn frekar því ferðamenn geta nýtt sér aðstöðuna takmarkað eins og staðan er núna,“ segir Sigríður. Tjaldsvæðið reynir á umgengni og rafmagnsnotkun. Það eru allir með blásara sem þeir nýta sér meira yfir veturinn til að halda á sér hita. 

„Yfir háveturinn vísum við þessum fáu sem gista á tjaldsvæðinu inn í hús þar sem fólkið getur nýtt sér aðstöðuna, t.d. eldhús, stofu, sturtu og klósett allan sólarhringinn. Hvort sem það eru ferðamenn eða langtímaleigjendur,“ segir Sigríður. 

Um 15 hjólhýsi og húsbílar eru á tjaldsvæðinu í Laugardal.
Um 15 hjólhýsi og húsbílar eru á tjaldsvæðinu í Laugardal. mbl.is/Ingólfur Guðmundsson
mbl.is/Ingólfur Guðmundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert