Vil ekki hlusta á þig „tussan þín“

Konur segja mikilvægt að eyða viðhorfinu „konur kunna ekki“ úr …
Konur segja mikilvægt að eyða viðhorfinu „konur kunna ekki“ úr iðnaðarstörfum á Íslandi. Ljósmynd verilymag.com

„Kynbundin mismunun, áreitni og ofbeldi á sér stað í iðngreinum. Við krefjumst þess að vera teknar alvarlega og að við getum sagt frá án þess að það komi niður á okkur í starfi.“ Þetta segir í yfirlýsingu kvenna í iðngreinum og hefðbundnum karlastörfum. Þær segja jafnframt mikilvægt að eyða viðhorfinu „konur kunna ekki“ úr iðnaðarstörfum á Íslandi.

Hátt í 60 manns hafa skrifað undir yfirlýsinguna. „Við eigum ekki að þurfa að fara niður á það plan að sætta okkur við kynferðislega brandara, káf og grín á okkar kostnað til að geta unnið með körlum,“ segir jafnframt í tilkynningunni. 

Birtar eru nokkrar sögur sem greina frá kynferðislegri áreitni, káfi, misbeitingu, órétti og ótal óviðeigandi athugasemdum svo fátt eitt sé nefnt. Þær lýsa því jafnframt að gerendur hafi oft sloppið og þær verið frekar teknar úr verkefninu en karlarnir.

Í yfirlýsingunni er jafnframt greint frá því að „sem betur fer eru fá skemmd epli í hópnum og við höfum unnið með frábærum mönnum sem hafa komið fram af jafnrétti og virðingu.“ Þær binda vonir við að þeir sem koma illa fram við kvenfólk líti í eigin barm og taki sig á því kynferðisleg áreitni og niðurlæging er óásættanleg. 


 

Hér fyrir neðan birtast nokkrar sögur

„Skrapp á klósettið seinna um kvöldið sem var aðeins frá partýinu þar situr hann um mig rétt hjá og ýtir mér og þrýstir mig upp við vegg og rekur tungunni uppí mig og grípur um klofið á mér, heldur mér fast og segir hvað honum langar að ríða mér. Ég náði að ýta mér frá. En fór fljótlega heim og dauðkveið fyrir að fara að vinna aftur með þessum manni en hann lét eins og ekkert sé og ég sagði aldrei neitt.“

Í einni sögunni er greint frá einelti þar sem konan fékk iðulega að heyra að aðrir biðu eftir því að hún gerði mistök svo hægt væri að gera grín að henni. Hún fékk að heyra setningar á borð við: „Ég hef engan áhuga hvað þú hefur að segja tussan þín“ og „Það er ekkert gagn af þér því þú vinnur ekki yfirvinnu“

„Lélegir fagmenn fengju borgað samkvæmt kjarasamningi“

„Ég uppgötvaði að karlarnir voru allir á mun hærra kaupi en ég, líka þeir ófaglærðu. Ég var ekki sátt og hafði samband við stéttarfélagið mitt, formaðurinn sem þá var og er enn varð fyrir svörum. Hans útskýringar voru einfaldar, eingöngu lélegir fagmenn fengju borgað samkvæmt kjarasamningi!

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert