Umferðarslysum hefur fækkað

Alvarlega slösuðum og látnum hefur fækkað í umferðinni í ár.
Alvarlega slösuðum og látnum hefur fækkað í umferðinni í ár. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ef fram heldur sem horfir mun alvarlega slösuðum og látnum í umferðarslysum á árinu 2017 fækka talsvert frá fyrri árum.

Þetta kemur fram í tölum frá Samgöngustofu en fækkunin er um 21% á milli ára. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir ýmsar ástæður geta legið að baki en hún telji þó að fræðsla og forvarnarstarf til ungra ökumanna eigi þátt í lækkuninni.

„Mesta bætingin er hjá ungu fólki og eiga þau hrós skilið fyrir það, við teljum að fræðslan sé að skila sér til þessa hóps,“ segir Þórhildur í umfjöllun um slysin í umferðinni á árinu í Morgunblaðinu í dag,  en auk þess hefur fjöldi slysa erlendra ferðamanna dregist örlítið saman.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert