Fínasta áramótaveður í kortunum

Það viðrar vel fyrir flugelda annað kvöld, en vert er …
Það viðrar vel fyrir flugelda annað kvöld, en vert er að minna á að loftmengun getur orðið mikil. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlit er fyrir að allir landsmenn fái fínasta áramótaveður, en draga mun úr vindi og éljum annað kvöld og hæglætisveðri verður um allt land þegar áramótin ganga í garð. Fram að því má búast við éljum af og til norðan og austan til.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu íslands er bent á að í hægum vindi, líkt og búist er við um áramótin, safnist loftmengun vegna flugelda fyrir og því megi búast við mikilli loftmengun annað kvöld þar sem mikið er um sprengingar.

Í dag er búist við norðaustlægri átt 5-10, en 10-15 undir Eyjafjöllum. Skýjað með köflum eða léttskýjað, en dálítil él um landið norðaustanvert síðdegis. Norðlæg átt 5-13 m/s á morgun, stöku él norðan- og austantil, en annars bjartviðri. Dregur úr vindi og éljum annað kvöld. Talsvert frost í innsveitum, en frost 1 til 8 stig úti við sjóinn.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag (gamlársdagur):
Norðaustan 5-13, hvassast um landið norðvestanvert. Dálítil él norðan- og austantil, en annars skýjað með köflum eða bjartviðri. Dregur úr vindi þegar líður á daginn. Frost 2 til 10 stig. 

Á mánudag (nýársdagur):
Fremur hæg breytileg átt og víða bjart í veðri og þurrt. Kalt í veðri. 

Á þriðjudag:
Vaxandi austanátt, 10-18 m/s um kvöldið, hvassast allra syðst. Þykknar upp með dálitlum éljum sunnan- og austantil, en skýjað með köflum í öðrum landshlutum. Dregur úr frosti og hlánar víða við sjávarsíðuna þegar líður á daginn. 

Á miðvikudag og fimmtudag:
Austan eða norðaustan 8-15 m/s. Dálítil él um landið austanvert, en bjart með köflum vestantil. Frost 0 til 5 stig, en víða frostlaust við sjóinn. 

Á föstudag:
Útlit fyrir minnkandi austanátt, léttir víða til og kólnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka