Stærsti jarðskjálftinn frá goslokum

Sigketill í Bárðarbungu. Skjálftinn sem mældist í kvöld var 4,9 …
Sigketill í Bárðarbungu. Skjálftinn sem mældist í kvöld var 4,9 að stærð og er sá stærsti frá því að eldgosinu í Holuhrauni lauk í febrúar 2015. mbl.is/RAX

Jarðskjálfti að stærð 4,9 mældist í norðanverðri Bárðarbunguöskju klukkan 19:24. Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur frá því að eldgosi lauk í Holuhrauni 28. febrúar 2015. Eldgosið stóð yfir frá 31. ág­úst 2014.

„27. október í fyrra voru tveir skjálftar, 4,7 að stærð, og voru það stærstu skjálftarnir sem hafa orðið í Bárðarbunguöskjunni frá goslokum,“ segir Bjarki Kaldalóns Fries, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Enginn gosórói er sjáanlegur á svæðinu en að sögn Bjarka verður vel fylgst með gangi mála.

Fyrr í kvöld mældust þrír jarðskjálft­ar norðaust­ur af Bárðarbungu síðdeg­is. Skjálftarnir voru  3,7, 2,9 og 3,8 að stærð. Um 20-30 eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu frá því að hrinan hófst skömmu fyrir klukkan sex í kvöld.  

Frétt mbl.is: Þrír jarðskjálftar við Bárðarbungu

Fjórir skjálftar á bilinu 2,9-4,9 mældust í norðanverðri Bárðarbunguöskju í …
Fjórir skjálftar á bilinu 2,9-4,9 mældust í norðanverðri Bárðarbunguöskju í kvöld. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert