Vilja komast hjá öðru útboði

Við Lækjartorg. Borgin leitaði tilboða í ný og tæknivæddari strætóskýli
Við Lækjartorg. Borgin leitaði tilboða í ný og tæknivæddari strætóskýli mbl.is/Kristinn Magnússon

Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur, segir borgina munu ræða við aðila sem sóttu útboðsgögn vegna strætóskýla. Reynt verði að semja við þá aðila áður en efnt verður til annars útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu.

„Kannski neyðumst við til að endurtaka útboðið. Við vonumst þó til að geta samið á grundvelli þessa útboðs. Nokkrir aðilar hafa haft samband sem ætluðu að bjóða og eru að skoða málið,“ segir Þorsteinn.

Boðin voru út að lágmarki 210 skýli en að hámarki 400. Þá mátti setja upp að hámarki 50 auglýsingastanda. Þeir eru m.a. á Hlemmi. Samningurinn átti að taka gildi í sumar og gilda til ársins 2033. Fram kom í Morgunblaðinu á laugardag að engin tilboð bárust. Þá sagði Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux á Íslandi, að borgin hefði vanmetið kostnaðinn af skýlunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert