Kynna loftslagsáætlun síðar í ár

Skrifað undir samning um endurheimt votlendis við Urriðavatn 2007.
Skrifað undir samning um endurheimt votlendis við Urriðavatn 2007.

„Stjórnvöld munu að sjálfsögðu sinna ákallinu í loftslagsmálum. Það sést best á stjórnarsáttmálanum sem vitnar um mikinn metnað í þeim málum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.

Tilefnið er gagnrýni fulltrúa loftslagshreyfingarinnar á takmarkaðar fjárveitingar til málaflokksins. Birtist gagnrýnin m.a. á vinnustofu um þessi mál hjá Toyota á Íslandi sl. föstudag.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Guðmundur Ingi að á þessu ári muni ríkisstjórnin leggja fram aðgerðaáætlun til ársins 2030 sem verði í takt við markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum. Sú áætlun sé nú í undirbúningi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert