Lögreglan stöðvaði för bifhjóls sem var ekið á 131 km hraða eftir Reykjanesbraut við IKEA í nótt. Heimilt er að aka á 80 km hraða á þessum slóðum. Ökumaður bifhjólsins var undir áhrifum fíkniefna.
Á tólfta tímanum í gærkvöldi stöðvaði lögreglan bifreið við Þórðarsveig og er par sem var í bifreiðinni grunað um vörslu fíkniefna. Áður hafði verið tilkynnt um bifreiðina yfirgefa vettvang þar sem slagsmál höfðu verið í gangi.
Klukkan 21:40 stöðvaði lögreglan bifreið við Suðurfell. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.
Klukkan 01:21 var bifreið stöðvuð á Suðurlandsbraut. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.
Klukkan 01:44 var bifreið stöðvuð á Sæbraut við Katrínartún. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og ítrekaðan akstur án réttinda þ.e. hefur aldrei öðlast ökuréttindi.