Nefnd forsætisráðherra um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis kynnir afrakstur vinnu sinnar í fyrri áfanga nefndarstarfsins á morgun.
Eiríkur Jónsson, prófessor og formaður nefndarinnar, mun kynna fyrri áfanga nefndarstarfsins og svarar spurningum fjölmiðla að kynningu lokinni.
Forsætisráðuneytið segir að fimm frumvörp til laga verði skilað til ráðherra:
Í nefndinni sátu: Eiríkur Jónsson, prófessor, formaður, Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, varaformaður, Birgitta Jónsdóttir, stjórnarformaður International Modern Media Initiative (IMMI), Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Rut Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður, Elísabet Gísladóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, Þröstur Freyr Gylfason, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Elísabet Pétursdóttir, lögfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.