Skoða hvort Tekjur.is teljist fjölmiðill

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meginmunur á vefsíðunni Tekjur.is og Tekjublaði Frjálsrar verslunar og DV, sem birt hafa upplýsingar um laun einstaklinga um árabil, er að þær upplýsingar sem aðgengilegar eru á Tekjur.is flokkist mögulega ekki undir fjölmiðlun vegna þess hversu mikið magn upplýsinga er aðgengilegt á vefnum.

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, staðfestir í samtali við mbl.is að þetta er meðal þess sem tekið verður til skoðunar þegar farið verður yfir þær ábendingar sem Persónuvernd hafa borist vegna vefsíðunnar Tekjur.is sem opnaði á föstudag. Síðan veitir gegn greiðslu aðgang að upplýsingum um tekjur allra einstaklinga á árinu 2016 samkvæmt gögnum ríkisskattstjóra.

Níu erindi hafa borist Persónuvernd vegna vefsíðunnar frá því að hún opnaði, þar af ein formleg kvörtun. Helga gat ekki staðfest hvort fleiri erindi hafi borist en það sé hins vegar mögulegt.

„Einhvern tíma fer magn upplýsinganna út fyrir það að vera fjölmiðlun“

Erindi sem hafa borist stofnuninni vegna Tekjublaðs Frjálsrar verslunar og DV í gegnum tíðina hafa verið látin falla niður þar sem þar takast á tvö sjónarmið, annars vegar friðhelgi einkalífs og hins vegar tjáningarfrelsi, sem bæði eru stjórnarskrárvarin.

Helga segir að í nýtilkomnu máli vefsíðunnar Tekjur.is verði meðal annars skoðað hvort vefsíðan flokkist sem fjölmiðill. „Einhvern tíma fer magn upplýsinganna út fyrir það að vera fjölmiðlun og þá dettur Persónuvernd inn í það að meta hvað er undir í málinu,“ segir Helga sem telur að við fyrstu sýn virðist vefsíðan ekki vera fjölmiðill. „Það má gefa sér að þetta er eitt af því sem þurfi að skoða,“ segir Helga.

Tak­markaðar upp­lýs­ing­ar liggja fyr­ir um aðstand­end­ur vefsíðunn­ar en Jón Ragn­ar Arn­ars­son er skráður sem stjórn­ar­maður Visku­brunns í fyr­ir­tækja­skrá rík­is­skatt­stjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka