Karlar verða sendir í kvennaklefann í Sundhöll Reykjavíkur

Sundhöll Reykjavíkur. Hressa þarf upp á gamla góða karlaklefann.
Sundhöll Reykjavíkur. Hressa þarf upp á gamla góða karlaklefann. mbl.is/Gísli Sigurðsson

„Við getum ekki hent þeim út, félögunum,“ segir Sigurður Víðisson, forstöðumaður Sundhallar Reykjavíkur.

Fastagestir í lauginni supu margir hveljur í byrjun vikunnar þegar tilkynnt var að karlaklefinn yrði lokaður vegna viðhalds í næstu viku. Töldu laugargestir að karlarnir yrðu að sitja heima meðan konurnar hefðu laugina út af fyrir sig. Svo verður þó ekki, að sögn Sigurðar.

„Það var hengdur upp miði og þetta var eitthvað illa orðað þar. Ég fór í málið og þetta er vonandi aðeins skiljanlegra núna. Karlarnir fá að nota gamla kvennaklefann meðan á viðhaldi stendur,“ segir Sigurður.

Umrætt viðhald felst að sögn Sigurðar aðeins í þrifum sem ekki er hægt að framkvæma meðan klefarnir eru í notkun. Munu þrifin standa yfir á mánudag og þriðjudag, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert