„Tæki­fær­in hverfa ekki“

Frá Akureyri.
Frá Akureyri. mbl.is/​Hari

„Okkur þykir þetta auðvitað mjög alvarlegt mál. Þetta er alvarlegt fyrir ferðaþjónustuna hérna á svæðinu, sérstaklega vetrarferðaþjónustuna.“

Þetta segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, í samtali við mbl.is innt eftir viðbrögðum við gjaldþroti bresku ferðaskrifstofunnar Super Break en hún hefur boðið upp á beinar flugferðir milli Bretlands og Akureyrar með köflum frá árinu 2017.

„Við höfum verið miklir talsmenn þess að það væri önnur gátt inn í landið og þetta var verkefni þar sem var verið að horfa til þess. Mjög öflugt starf var hafið í kringum flugið og ferðaþjónstuna að vetri til þannig að þetta er okkur mikið áfall. Það er búið að leggja mikla fjármuni og vinnu í að ná þessum aðilum til landsins og að þetta hafi farið svona er auðvitað mjög dapurlegt,“ segir Ásthildur ennfremur og bætir við:

„Hins vegar þýðir auðvitað ekkert annað en að spýta í lófana og tala við næsta. Tækifærin hverfa ekki. Akureyri er auðvitað frábær staður til þess að heimsækja sem ferðamaður og enn betri staður til þess að eiga heima á.“

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert