Erlend aðstoð í strandhreinsun

Gríðarlegu magni af rusli skolar upp á strendur landsins. Fyrir rúmum tveimur árum hreinsaði Blái herinn með Tómas Knútsson í broddi fylkingar 2,5 tonn af plasti og öðru rusli í Sandvík á Reykjanesi. Í dag tíndi hann ásamt sjálfboðaliðum og bandarískum sendiráðsstarfsmönnum u.þ.b. tonn á sama stað.

Þetta er í sjötta skiptið sem bandaríska sendiráðið tekur þátt í strandhreinsun með Bláa hernum. Um 50 manns voru í hreinsunarstarfinu í dag en Tómas segir mjög algengt að erlent fólk taki þátt í hreinsunarstarfinu. Næst á dagskrá er Stóri alþjóðlegi strandhreinsunardagurinn og þá verður farið út í Engey og Akurey í Reykjavík þar sem Blái herinn mun leiða starfið.

mbl.is var í Sandvík í dag.

Hér er hægt að fylgjast með starfi Bláa hersins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka