Yfirvinnubann í innanlandsfluginu

Ókyrrt í starfi Air Iceland Connect. Flugmenn þrýsta á.
Ókyrrt í starfi Air Iceland Connect. Flugmenn þrýsta á.

Ótímabundið yfirvinnubann flugmanna hjá Air Iceland Connect hefst í dag. Vinnustöðvunin var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta í atkvæðagreiðslu á dögunum og er nú komin til framkvæmda.

Alls starfa 34 flugmenn hjá fyrirtækinu og eru þeir allir í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna. Samningafundur fulltrúa FÍA og Samtaka atvinnulífsins, sem fer með samningsumboð fyrir hönd flugfélagsins, var haldinn í gærmorgun en bar ekki árangur. Næsti fundur er boðaður 7. nóvember næstkomandi.

Ólíklegt að flugi verði raskað

„Við viljum halda í við aðra hvað varðar kjaraþróun, það er megininntak krafna okkar,“ segir Ólafur Georgsson, formaður samninganefndar FÍA, í samtali við Morgunblaðið. Hann telur ólíklegt að yfirvinnubannið muni raska áætlunarflugi svo neinu nemi. Air Iceland Connect sé vel mannað þegar mið er til dæmis tekið af því að ferðum félagsins hafi verið fækkað nokkuð að undanförnu.

„Við eigum ekki von á því að þessar aðgerðir hafi nein áhrif á starfsemina, enda er vinnufyrirkomulag flugmanna okkar þannig að við þeir þurfa yfirleitt ekki að taka yfirvinnu. Komi hins vegar til þess að einhver forföll verði eða ófyrirséð atvik getur auðvitað orðið einhver röskun vegna yfirvinnubannsins,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert