Eldur í íbúðarhúsi á Akureyri

Slökkviliðið á Akureyri berst við eld í timburhúsi við Norðurgötu.
Slökkviliðið á Akureyri berst við eld í timburhúsi við Norðurgötu. Ljósmynd Bjarni Gunnarsson

Eldur kviknaði í þriggja íbúða húsi við Norðurgötu á Akureyri um fimm í nótt. Slökkvilið og lögregla á Akureyri eru að störfum á vettvangi en ekki er hægt að útiloka að einhver hafi verið í íbúðinni sem eldurinn kom upp í. 

Mikill eldsmatur er í húsinu, sem er þriggja hæða timburhús, að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri.

Uppfært klukkan 6:58

Klukkan 05:14 í nótt fengu lögregla og slökkvilið á Akureyri tilkynningu um eld í íbúðarhúsi við Norðurgötu. Strax var ljóst að um mikinn eld var að ræða en húsið er gamalt timburhús. Erfiðlega hefur gengið að ráða niðurlögum eldsins og leggur talsverðan reyk yfir hluta Oddeyrarinnar og er fólk beðið að loka gluggum hjá sér meðan þetta ástand varir.

Í húsinu eru þrjár íbúðir og náðu íbúar tveggja þeirra að koma sér út en ekki hefur tekist að staðfesta hvort einhver hafi verið inni í þeirri íbúð sem eldurinn kom upp í. Eins og fyrr greinir er slökkvistarf enn í gangi og verða frekari upplýsingar settar inn síðar í dag, segir á facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Húsið við Norðurgötu er gjörónýtt eftir eldsvoðann.
Húsið við Norðurgötu er gjörónýtt eftir eldsvoðann. Ljósmynd Bjarni Gunnarsson

Uppfært klukkan 8:06

Að sögn Vigfúsar Bjarkasonar, varðstjóra í slökkviliði Akureyrar, er verið að rjúfa þak hússins til þess að komast betur að eldinum sem logar í milliveggjum og þaki. Ekki þykir enn óhætt að fara inn í húsið þannig að ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort einhver var í íbúðinni sem eldurinn kom upp í. Húsið er bárujárnsklætt timburhús og er að sögn Vigfúsar ónýtt. 

Hann segir að enn logi eldur í húsinu og ljóst að slökkviliðið verður að störfum þar næstu klukkutímana. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka