Vinnuhópur undirbýr stofnun dótturfélags

Stjórn Ríkisútvarpsins hefur í framhaldi af skýrslu Ríkisendurskoðunar komið saman …
Stjórn Ríkisútvarpsins hefur í framhaldi af skýrslu Ríkisendurskoðunar komið saman og skipað vinnuhóp sem mun hefjast handa við að undirbúa stofnun dótturfélags í samráði við mennta- og menningarráðuneytið án frekari tafar. Ljósmynd/Aðsend

Stjórn Ríkisútvarpsins hefur skipað vinnuhóp sem mun hefjast handa við að undirbúa stofnun dótturfélags í samráði við mennta- og menningarráðuneytið án frekari tafa í framhaldi af skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn RÚV. 

Stjórnin hefur unnið í fullu samráði við mennta- og menningarráðuneytið á útfærslu á aðskilnaði samkeppnisrekstrar og almannaþjónustu sbr. 4. gr. laga, nr. 23/2013, en ákvæði um að stofna skyldi dótturfélag til að annast meðal annars sölu auglýsinga tók gildi 1. janúar 2018. Ákveðið var að bíða með stofnun dótturfélags um samkeppnisrekstur vegna óvissu sem um fjárhagslegar afleiðingar á grunnþjónustu RÚV. 

Á fundi stjórnenda og stjórnar RÚV með ráðherra fyrir rúmu ári kom skýrt fram sá vilji að RÚV yrði ekki gert að stofna dótturfélag ef það hefði fjárhagslegt tjón í för með sér. Því ákvað ráðuneytið að leita álits Ríkisendurskoðunar um aðskilnað samkeppnisreksturs og almannaþjónustu. Samkvæmt þeirri skýrslu sem þegar hefur verið greint frá eru tekin af öll tvímæli um að stofnun dótturfélags um samkeppnisrekstur hefur ekki áhrif á virðisaukaskattgreiðslur RÚV. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert