Nauðsynlegt að félög skrái raunverulega eigendur

Fjármála- og efnahagsráðuneytið minnir félög á að skrá raunverulega eigendur …
Fjármála- og efnahagsráðuneytið minnir félög á að skrá raunverulega eigendur sína fyrir 1. mars. mbl.is/Hari

Fjármála- og efnahagsráðuneytið minnir forráðamenn félaga og fyrirtækja á nauðsyn þess að skrá svokallaða raunverulega eigendur félaga á vef skattsins, en sérstök þjónustusíða hefur nú verið sett upp í þeim tilgangi.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu í dag segir að skortur á þessari skráningu hafi verið eitt af þeim atriðum sem urðu þess valdandi að Ísland var sett á gráa listann hjá FATF, alþjóðlegum hópi ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Sektir mögulegar eftir 1. mars

Nú er félögum skylt að skrá raunverulega eigendur sína, en í fyrra voru sett lög um skráningu þeirra og fyrirtækjaskrá falið að taka á móti skráningunum.

„Áhersla er lögð á að þessari skráningu verði komið í viðunandi horf í tíma og hún er ein af forsendum þess að Ísland verði tekið af gráa listanum á yfirstandandi ári. Félögum ber að ljúka skráningu fyrir 1. mars nk. og eftir það er heimilt að beita skráningarskylda aðila sektum hafi þeir látið hjá líða að veita upplýsingarnar, eða fella skráningu lögaðilans niður,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Frekari upplýsingar um raunverulega eigendur á vef Skattsins

Þjónustusvæði fyrirtækja á vef Skattsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka