Samið um starfslok sveitarstjóra

Frá Vopnafirði.
Frá Vopnafirði. mbl.is/Golli

„Ég hef komist að samkomulagi við sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps um starfslok. Ástæðu þess er fyrst að fremst að leita í ólíkri sýn minni og sveitarstjórnar á hlutverk og störf sveitarstjóra.“ Þetta skrifar Þór Steinarsson í Facebook-færslu en hann lætum af störfum sem sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps.

Þór hefur verið sveitarstjóri í eitt og hálft ár.

Hann segir að þegar staðan er svona sé heppilegast að leiðir skilji. Hjá hreppnum starfi öflugt og gríðarlega hæft starfsfólk á öllum sviðum og það endurspegli hið magnaða samfélag þar.

Þór Steinarsson.
Þór Steinarsson.

Ég er þakklátur fyrir tíma minn og samveru með Vopnfirðingum. Þessi tími hefur verið mér dýrmætur og lærdómsríkur. Vopnfirðingar standa frammi fyrir ýmsum áskorunum en þeirra bíða líka fjölmörg áhugaverð og spennandi tækifæri. Ég óska þeim velgengni í þeim verkefnum,“ skrifar Þór

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert