Guðrún M. Njálsdóttir og Guðfinnur Traustason búa í sumarhúsi í Kerhrauni í Grímsnes- og Grafningshreppi. Þau fá ekki að eiga þar lögheimili.
Í þjóðskrá eru þau skráð með „ótilgreint“ heimili í 101 Reykjavík. Guðrún segir að því fylgi margs konar óhagræði eins og að fá ekki póstinn heim og að vera álitin heimilislaus þegar hún rekur erindi.
„Ég komst að því að sveitarstjórnin hafði breytt sumarhúsum, sem voru í deiliskipulögðu sumarhúsahverfi, í íbúðarhús,“ sagði Guðrún. Þeim var neitað um það. Málið var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.