Meirihluti styður verkfallsaðgerðir Eflingar

Ljósmynd frá verkfallsvörslu Eflingar í leikskólanum Seljakoti á dögunum.
Ljósmynd frá verkfallsvörslu Eflingar í leikskólanum Seljakoti á dögunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meirihluti landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg, ef marka má niðurstöður könnunar sem Maskína gerði fyrir Eflingu.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar, sem 871 tók þátt í, styðja 59% við Eflingu í launadeilu sinni við Reykjavíkurborgar að öllu eða miklu leyti, og 20% styðja Eflingu í meðallagi. Aðeins 21% styður Eflingu að litlu eða engu leyti í launadeilu sinni við Reykjavíkurborg.

Þegar spurt er sérstaklega um verkfallsaðgerðir eru 56% mjög eða fremur hlynnt verkfallsaðgerðum Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg og 19% þeim í meðallagi hlynnt. 25% eru fremur eða mjög andvíg verkfallsaðgerðunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert