Fella niður baráttufund á morgun

Baráttufundur BSRB og aðildarfélaga fella niður baráttufund sem halda átti …
Baráttufundur BSRB og aðildarfélaga fella niður baráttufund sem halda átti á morgun. mbl.is/Eggert

BSRB og aðildarfélög bandalagsins hafa ákveðið að fella niður baráttufund sem boðaður hafði verið á morgun, mánudag, á fyrsta degi boðaðra verkfallsaðgerða. Ákveðið var að hætta við fundinn vegna þess hættuástands sem ríkir vegna COVID-19-faraldursins.

BSRB og aðildarfélög bandalagsins funda stíft hjá ríkissáttasemjara og hafa setið við samningaborðið fram undir miðnætti síðustu daga. Í morgun hófst fund­ur þeirra klukk­an tíu í Karphúsinu. 

Ríkið virðist vera ósveigjanlegast í samningviðræðunum, að því er fram kom í máli Sonju Ýrar Þor­bergs­dóttur, formanns BSRB. Hún seg­ir að mál hafi þokast eitt­hvað í gær en það sé þó mis­mun­andi á milli viðsemj­enda hvernig gang­ur­inn er í viðræðunum. Þannig sé ágæt­ur gangur í viðræðum bæj­ar­starfs­manna­fé­lag­anna inn­an BSRB og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­félaga og fáir laus­ir end­ar sem eigi eft­ir að hnýta þar. Öðru máli gegni um ríkið. 

Boðuð verk­föll aðild­ar­fé­laga BSRB munu hefjast á miðnætti í kvöld, líkt og fram hef­ur komið, en ákveðið hef­ur verið að gera und­anþágu fyr­ir sjúkra­liða og annað starfs­fólk á Land­spít­al­an­um og Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins fyrstu tvo daga verk­falls­ins vegna COVID-19-far­ald­urs­ins. Að öðru leyti munu aðgerðir hefjast sam­kvæmt áætl­un, ná­ist ekki samn­ing­ar fyr­ir miðnætti.

Hér fyr­ir neðan má sjá hvaða hóp­ar það eru sem fara í verk­fall og hvenær verk­fallsaðgerðir standa yfir.

Fé­lags­menn í eft­ir­töld­um fé­lög­um munu taka þátt í verk­fallsaðgerðunum:
  • Fé­lag op­in­berra starfs­manna á Aust­ur­landi
  • Fé­lag op­in­berra starfs­manna á Vest­fjörðum
  • FOSS, stétt­ar­fé­lag í al­mannaþjón­ustu
  • Kjöl­ur – stétt­ar­fé­lag starfs­manna í al­mannaþjón­ustu
  • Lands­sam­band slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna
  • Sam­eyki – stétt­ar­fé­lag í al­mannaþjón­ustu
  • Sjúkra­liðafé­lag Íslands
  • Starfs­manna­fé­lag Dala- og Snæ­fells­nes­sýslu
  • Starfs­manna­fé­lag Fjalla­byggðar
  • Starfs­manna­fé­lag Fjarðabyggðar
  • Starfs­manna­fé­lag Hafn­ar­fjarðar
  • Starfs­manna­fé­lag Húsa­vík­ur
  • Starfs­manna­fé­lag Kópa­vogs
  • Starfs­manna­fé­lag Mos­fells­bæj­ar
  • Starfs­manna­fé­lag Suður­nesja
  • Starfs­manna­fé­lag Vest­manna­eyja
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka