Bændasamtökin leita nýrra hluthafa að rekstrarfélagi Hótels Sögu. Fyrirtækið stefnir að öllu óbreyttu í þrot. Félagið skilaði 450 milljóna króna tapi í fyrra og er eigið fé félagsins neikvætt um hundruð milljóna króna.
Spilaði fall WOW air og kyrrsetning Boeing 737-MAX-véla inn í versnandi stöðu á liðnu ári að því er Ingibjörg Ólafsdótti, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, segir í umfjöllun um stöðu þess í Morgunblaðiu í dag.
„Leitað verður eftir því að fá inn nýtt fé í formi nýrra hluthafa og fjárhagslegrar endurskipulagningar að öðru leyti. Sú vinna er á viðkvæmu stigi. Ferðaþjónustufyrirtæki eru öll í erfiðleikum eins og kunnugt er og Hótel Saga er þar engin undantekning. Við vonumst til að ná árangri við okkar endurskipulagningu á þessu ári og trúum því að það takist.“
Á þessari stundu er ekki ljóst hvort Grillið, eitt frægasta og virtasta veitingahús landsins til áratuga, verður opnað aftur og mun það að sögn Ingibjargar ráðast af því hvort rekstrarfyrirkomulag staðarins verður hagkvæmt eða ekki. Á síðustu árum hefur Hótel Saga staðið í miklum framkvæmdum á hótelinu og nemur fjárfesting í þeirri uppbyggingu um tveimur milljörðum á árunum 2017-2018.