Segir vinnubrögð borgarinnar fráleit

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkis og borgar um skipulag og uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð.

Þetta kemur fram í færslu Sigurðar á Facebook í kjölfar fregna þess efnis að viðhaldsstöð flugfélagsins Ernis við Reykjavíkurflugvöll verði rifin, bótalaust, vegna nýs skipulags. 

Skýli flug­fé­lags­ins stend­ur nærri strönd­inni þar sem ráðgert er að Foss­vog­ur­inn verði brúaður frá Vatns­mýr­inni og yfir til Kárs­ness. Leggja á veg þar sem skýlið stend­ur sam­kvæmt áætl­un­um borg­ar­yf­ir­valda.

Fyrirhugaðar vegaframkvæmdir sem voru í fréttum í gærkvöldi eru innan flugvallargirðingar og verða aldrei án samþykkis Isavia,“ skrifar Sigurður og heldur áfram:

Áform um að leggja veg í gegnum friðað hús eru fráleit og engin sómakær sveitarfélög taka heldur eignir bótalaust af íbúum sínum. Allra síst aðilum sem hafa þjónað sjúkraflugi og líffæraflutningum fyrir landsmenn í áratugi. Þannig hagar sér enginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka