Rúm 4.000 skrifað undir

Frumvarpið kemur úr dómsmálaráðuneyti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur.
Frumvarpið kemur úr dómsmálaráðuneyti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. mbl.is/Kristinn Magnússon

4.153 manns hafa skrifað undir áskorun til alþingismanna um að samþykkja ekki breytingar á útlendingalögum sem eru til meðferðar í þinginu. Frumvarpið er í áskoruninni sagt fela í sér stórfelldar og hættulegar þrengingar að réttindum umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi. 

Umræða hófst um frumvarpið 5. maí og stendur enn yfir. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra leggur það fram en það var fyrst sett inn á sam­ráðsgátt stjórn­valda í tíð Sig­ríðar Á. And­er­sen og lagt fram af Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur.

„Þann 10. apríl 2020 lagði dómsmálaráðherra fram frumvarp sem herðir verulega lög um útlendinga. Málið var áður lagt fram fyrir ári, en þá vakti það hörð viðbrögð og var ekki samþykkt. Í annað sinn er reynt að fá frumvarpið í gegn, nú með nokkrum breytingum. Á sama tíma og þjóðin hefur verið upptekin við að berjast við heimsfaraldur hefur lítið borið á fréttaflutningi um frumvarpið og því mikil hætta að í þetta skiptið verði frumvarpinu laumað framhjá þjóðinni og gert að lögum,“ segir í áskoruninni. 

Helsta breytingin sem lögð er til í frumvarpinu eru ákvæði sem einfalda og flýta ferli fólks sem þegar hefur fengið vernd í öðrum Evrópuríkjum. Dómsmálaráðherra hefur sagt þetta heillaskref til þess að fólk velkist ekki þeim mun lengur í vafa um afdrif sín, en andstæðingar frumvarpsins segja þetta skapa víðtækari heimild til þess að taka mál síður til efnislegrar meðferðar.

Á síðasta ári fengu átta full­orðnir og sex börn sem höfðu fengið alþjóðlega vernd í öðrum ríkj­um efn­is­meðferð hér á landi og alþjóðlega vernd í kjöl­farið á grund­velli þess ákvæðis sem nú á að breyta, 2. máls­grein 36. grein­ar lag­anna, en nái frum­varpið fram að ganga hverf­ur þessi heim­ild úr lög­un­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka