Flytja framleiðsluna suður

Forsetaheimsókn í Kexsmiðjunni á Akureyri.
Forsetaheimsókn í Kexsmiðjunni á Akureyri. mbl.is/Kristján Kristjánsson

Magnframleiðsla kexvara hjá Kexsmiðjunni á Akureyri hefur verið lögð niður. Þess í stað mun öll slík framleiðsla fyrirtækisins flytjast í nýtt húsnæði Ísams á Korputorgi og verður framleiðsla Fróns og Kexsmiðjunnar hér eftir undir sama þaki.

Þetta staðfestir Kristján Theodórsson, framkvæmdastjóri Myllunnar. Að hans sögn er kostnaðarsamt að halda úti tveimur framleiðslustöðvum. Að auki krefjist áframhaldandi framleiðsla á Akureyri þess að ráðist verði í ákveðnar framkvæmdir.

„Það er mjög dýrt að endurnýja línuframleiðslu og sömuleiðis kostnaðarsamt að halda henni úti á tveimur framleiðslustöðum. Það er meginástæða þess að farið var í þessar breytingar,“ segir Kristján en tekur fram að ekki sé frekari tilfærslna að vænta fyrir norðan. Þá haldist önnur starfsemi áfram óbreytt, að því  er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert