Réttar ákvarðanir miðað við aðstæður

Bjarni segist líta svo á vel hafi gengið að ná …
Bjarni segist líta svo á vel hafi gengið að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum hér á landi framan af. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég tel að við  séum að taka réttar ákvarðanir miðað við aðstæður og þurfum að sætta okkur við óvissuna sem þessi faraldur býður upp á,“ segir Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, í samtali við mbl.is um hertar aðgerðir á landamærum Íslands sem taka gildi á miðnætti í kvöld.

Bjarni segist líta svo á vel hafi gengið að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum hér á landi framan af.

„Ég lít svo á að okkur hafi tekist framúrskarandi vel á fyrstu stigum þessa máls, að koma í veg fyrir að útbreiðsla veirunni væri heilbrigðiskerfinu okkar ofviða. Það gekk mjög vel. Það gekk sömuleiðis mjög vel að efla samstöðu innan lands og losa um takmarkanir á samkomum fólks og þar með örva verslun og eftirspurn innanlands,“ segir Bjarni.

Sameiginlegir hagsmunir

„Nú hefur það gerst, sem við gátum gert ráð fyrir, að veiran fyndi sér að nýju leið inn í landið. Og ég tel að við séum að taka réttar ákvarðanir miðað við aðstæður. Það sem ég hef helst áhyggjur af í augnablikinu er vaxandi útbreiðsla í öðrum löndum og óvissan sem því fylgir. Við munum fylgjast náið með því og vona það besta. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra að mönnum takist að halda aftur að útbreiðslu veirunnar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka