Yfir 40 grunaðir um aðild að peningaþvætti

Héraðssaksóknari.
Héraðssaksóknari. mbl.is/Hjörtur

Yfir fjörutíu manns hafa réttarstöðu sakbornings hjá héraðssaksóknara vegna gruns um umfangsmikið peningaþvætti sem nemur um 800 milljónum króna.

Fyrst var greint frá málinu fyrir rúmu ári og er rannsókn enn í fullum gangi, að því er kom fram í kvöldfréttum RÚV. Rannsóknin beinist meðal annars að því að átta sig á tengslunum á milli fólksins sem er grunað um peningaþvættið.

Ein ákæra hefur verið gefin út á hendur karli og konu sem eru grunuð um peningaþvætti upp á 27 milljónir króna.

Þetta umfangsmikla mál er sagt tengjast íslenskum fíkniefnasmyglurum sem eru með starfsemi í Suður-Ameríku og Evrópu.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert