Engar sólarferðir um jól og áramót

Þórunn Reynisdóttir.
Þórunn Reynisdóttir. Kristinn Magnússon

„Við verðum ekki með neinar sólarlandaferðir um jól og áramót. Við ákváðum það fyrir nokkru síðan enda vildum við taka ábyrga afstöðu í þessum málum,“ segir Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals Útsýnar. Fyrr í dag var greint frá því að lokað verði fyr­ir ferðalög til og frá Teneri­fe frá miðnætti annað kvöld vegna auk­ins smit­fjölda þar í landi.

Að sögn Þórunnar hefur staðan á svæðinu verið viðkvæm um nokkurt skeið. Af þeim sökum hafi ferðaskrifstofan strax tekið ákvörðun um að fljúga ekki til eyjunnar. „Nú er búið að senda út beiðni um að loka flestu. Okkur fannst þetta í upphafi of mikil áhætta og það er að koma á daginn.“

Ferðamenn frá Íslandi njóta Tenerife gjarnan um jólin.
Ferðamenn frá Íslandi njóta Tenerife gjarnan um jólin. AFP

Eru í startholunum

Aðspurð segir hún að félagið muni aðstoða fólk við að komast til síns heima þó að engar skipulagðar ferðir séu á dagskrá. „Við munum aðstoða fólk við að komast heim, en það verður ekkert annað,“ segir Þórunn bætir við að hún vonist til að ferðaþjónustan taki við sér á nýju ári.

„Ég held að næsta ár muni skýrast um miðjan janúar. Við erum að horfa á nýja dagsetningu hvernig hlutirnir þróast. Við erum að sjálfsögðu bjartsýn og verðum tilbúin í startholunum þegar allt fer af stað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert