ASÍ veitir Seyðfirðingum stuðning

Aurskriðurnar hafa valdið mikilli eyðileggingu.
Aurskriðurnar hafa valdið mikilli eyðileggingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþýðusamband Íslands sendir Seyðfirðingum samúðar- og stuðningskveðjur eftir hamfarir síðustu daga. Fram kemur í tilkynningu frá ASÍ að sambandið hafi í dag styrkt björgunarsveitina Ingólf og Rauða krossinn með fjárframlögum. 

„Við hugsum til fallega bæjarins og ekki síður hins einstaka mannlífs, menningar og sköpunar sem einkennt hefur bæjarfélagið. Við höfum í dag styrkt Björgunarsveitina Ingólf og Rauða krossinn með fjárframlögum og hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama. Stöndum saman og leggjum okkar lóð á vogaskálarnar til að létta þungum byrgðum af félögum og vinum fyrir austan,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert