Milljarða bati í mjólkuriðnaði

Mjólkurvinnsla er í blóma.
Mjólkurvinnsla er í blóma.

Framleiðni hefur aukist tvöfalt hraðar í mjólkurvinnslu á Íslandi frá árinu 2000 en algengt er í atvinnugreinum hér á landi. Mest hefur framleiðnin aukist frá árinu 2006, eftir að sérstök heimild fékkst til sameiningar og verkaskiptingar.

Árlegur ávinningur er nú tveir til þrír milljarðar króna og er núvirði hans á bilinu 50 til 70 milljarðar króna, samkvæmt mati Ragnars Árnasonar prófessors sem vann skýrslu um framleiðni í mjólkuriðnaði.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag telur Ragnar hægt að lækka verulega framleiðslukostnað í kjötiðnaði með því að veita hliðstæða undanþágu frá ákvæðum samkeppnislaga og mjólkuriðnaðurinn fékk á sínum tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka