Tryggvi Gunnarsson hættir sem umboðsmaður

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. mbl.is/Eggert

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, hefur beðist lausnar frá störfum og hefur forsætisnefnd þingsins fallist á beiðnina frá og með 1. maí. Frá þessu greindi Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við upphaf þingfundar í dag.

Kom fram í máli Steingríms að Tryggvi hefði starfað sem umboðsmaður í um tvo áratugi og voru honum þökkuð störf hans. Hann hefði sent nefndinni bréf 18. febrúar með beiðni um lausn og hefði nefndin svo tekið erindið fyrir.

Þá greindi Steingrímur jafnframt frá því að hafin væri vinna við tilnefningu næsta umboðsmanns, en stofnuð hefði verið sérstök undirnefnd innan forsætisnefndar með það hlutverk. Þá yrði birt auglýsing á vef þingsins síðar í dag þar sem áhugasamir geta sent undirnefndinni bréf eða sent inn ábendingu um einstaklinga sem vert væri að tilnefna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka