Yngsti hluti Íslands

Yngsti hluti Íslands, nýstorknað hraun úr Geldingadal.
Yngsti hluti Íslands, nýstorknað hraun úr Geldingadal. Ljósmynd/Háskóli Íslands

Vísindafólk við Háskóla Íslands sótti nýstorknað hraun úr Geldingadal á gosstöðvarnar í dag. Um er að ræða yngsta hluta Íslands. 

Er nú unnið að greiningu hraunsins. 

„Það hefur verið í nógu að snúast fyrir okkar fólk bæði á gosstöðvunum og ekki síður í Öskju – náttúrufræðahúsi Háskólans þar sem rýnt er í framgang gossins og útbreiðslu þess, allt í þágu aukinnar þekkingar á jarðhræringum og þeirri náttúruvá sem eru sannarlega hluti af lífinu á Íslandi,“ segir í færslu háskólans á Facebook. 

Sérfræðingar Háskóla Íslands sátu í dag fund vísindaráðs almannavarna. Varar vísindaráð við því að fólk fari nærri gosstöðvunum, enda leynast ýmsar og bráðar hættur á svæðinu. 

Hér er yngsti hluti Íslands, nýstorknað hraun úr Geldingadal sem okkar öfluga vísindafólk sótti á gosstöðvarnar og er nú...

Posted by Háskóli Íslands on Laugardagur, 20. mars 2021
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert