Fá betri mynd á kvikusöfnun

Kristinn Magnússon, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, var á gosslóðum í …
Kristinn Magnússon, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, var á gosslóðum í nótt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Von er á nýjum gervihnattarmyndum sem geta gefið vísbendingu um kvikusöfnun í kvikuganginum undir Fagradalsfjalli. Svokallaðar InSAR-myndir hafa verið teknar á nokkurra daga fresti en þetta verða fyrstu myndirnar frá því eldgos hófst við Fagradalsfjall á föstudagskvöld. 

„Það verður spennandi að sjá hvort kvikugangurinn er að þrengjast eða hvort flæðið er enn stöðugt,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við mbl.is. Svo lengi sem kvika heldur áfram að safnast saman mun gos halda áfram.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Skjálftavirkni enn til staðar

Jarðskjálfti 3,2 að stærð reið yfir um 3,6 kílómetra norðnorðaustur af Grindavík um klukkan hálftvö í nótt en þetta var fyrsti skjálftinn yfir þremur að stærð í námunda við bæinn í nokkra daga. Einhverjir höfðu gert sér vonir um að með eldgosi yrðu Grindvíkingar lausir við skjálftavirkni en svo er ekki raunin.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Skjálftavirknin hverfur ekki þótt þú fáir gos, en hún minnkar úr því þú ert kominn með greiða leið fyrir kvikuna,“ segir Bjarki og bætir við að búast megi við skjálftum svo lengi sem hraun flæði. Um 500 skjálftar mældust á Reykjanesi á laugardag en þegar mest lét fyrr í mánuðinum voru þeir nokkur þúsund á dag.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert