Fólk streymdi að þrátt fyrir lokun

Björgunarsveitir á gosstað í Geldingadal í gær.
Björgunarsveitir á gosstað í Geldingadal í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stöðugur straumur fólks að gossvæðinu í Geldingadal hélt áfram í gær eftir að tilkynnt hafði verið um lokun svæðisins. Enn fannst fólk á svæðinu eftir að það hafði verið lokað í níu klukkustundir í gær samkvæmt færslu á Facebook-síðu björgunarsveitarinnar Brákar úr Borgarbyggð sem tók þátt í verkefnum við svæðið í annað sinn í gær. 

„Rýma þurfti svæðið vegna gasmengunar. Tók það verkefni langan tíma þar sem einhverra hluta vegna var sífellt að finnast fleira fólk inni á lokaða svæðinu sem hafði þá komist þangað eftir öðrum leiðum en þeim sem við björgunarsveitarfólk og lögregla vöktuðum. Má því segja að rýmingunni hafi í raun ekki verið fyllilega lokið þegar við héldum heim á leið, 9 tímum eftir að lokunin var sett á, og aðrir hópar tóku við,“ segir í færslunni. 

Þá kemur fram að gasmælar sem björgunarsveitarfólk hafði meðferðis létu vel í sér heyra í dældum og dölum auk þess að nema gas yfir hættustigum á öðrum svæðum.

Færsluna í heild sinni má lesa hér:


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert