Nokkur eldgos á einkalandi

Gengið um Hraun í Grindavík. Festarfjall í baksýn.
Gengið um Hraun í Grindavík. Festarfjall í baksýn. Ljósmynd/Ómar Smári

Yfirstandandi eldgos í Fagradalsfjalli, sem er í óskiptu landi Hraunsbæja við Grindavík, er að minnsta kosti hið þriðja hér á landi sem kemur upp á landsvæði í einkaeigu. Hin dæmin eru úr Kröflu og Vestmannaeyjum.

Hraun er skammt austan við meginbyggðina í Grindavík. Alls eru eigendur Hraunsjarðanna, sem eru í svonefndu Þórkötlustaðahverfi, um 20 talsins. Lönd þeirra ná talsvert til norðurs inn á hásléttuna og þeim tilheyrir meðal annars Fagradalsfjall og Geldingadalir, þar sem eldgosið er nú.

Þrátt fyrir eignarhaldið hefur Grindavíkurbær skipulagsvald á svæðinu, sbr. að bæjaryfirvöld ætla nú að leita til íbúa um hvað gosstöðin skuli heita. Ýmsar hugmyndir að nafni hafa komið fram, svo sem að eldstöðin verði með einhverju móti kennd við Hraun, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert