Gossvæðið hefur verið opnað

Búist má við því að fjöldi fólk skoði eldgosið í …
Búist má við því að fjöldi fólk skoði eldgosið í dag enda veður gott, þótt kalt sé. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ákveðið hefur verið að opna fyrir umferð um Suðurstrandarveginn. Lögreglan á Suðurnesjum hvetur og ítrekar fyrir þeim sem ætla að skoða eldgosið að vera vel klædd og vel skóuð.

„Veðrið er bjart og fallegt en þó er mjög kalt þarna upp frá. Eigið góðan dag og farið varlega,“ segir á facebooksíðu lögreglunnar.

Veðurspá Veðurstofunnar:

„Í dag er útlit fyrir hæga suðlæga eða breytilega átt fram eftir degi með éljum og því má búast við að gas safnist saman í Geldingadölum. Upp úr kaffi snýst í ákveðna norðlæga átt og gasið fer til suðurs.“

Á morgun er spáð norðan 10-15 m/s og þurru veðri, en norðaustan 5-10 m/s verða annað kvöld og á þriðjudag. Gasdreifing verður til suðurs og síðar suðvesturs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert