Njáll og Gauti keppa um að leiða í NA

Njáll Trausti Friðbertsson og Gauti Jóhannesson.
Njáll Trausti Friðbertsson og Gauti Jóhannesson.

Framboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi er runninn út og því ljóst hverjir munu vera á atkvæðaseðli þess laugardaginn 29. maí.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi, tilkynnti í mars að hann hygðist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu. 

Í kjölfarið tilkynni Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður að hann sæktist eftir að leiða listann. Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi, sækist einnig eftir fyrsta sæti listans. 

Lengi var beðið eftir að fleiri gæfu sig fram til þess að taka við keflinu af Kristjáni Þór sem á að baki 35 ára feril í stjórnmálum og hefur setið á þingi síðan árið 2007. 

Sækjast eftir sæti á lista

Nú liggur fyrir að Njáll Trausti og Gauti munu keppa um fyrsta sæti listans. Aðrir sem sækjast eftir sæti á honum eru: 

Berglind Harpa Svavarsdóttir, 2.-3. sæti, bæjarfulltrúi og formaður byggðaráðs, Egilsstöðum

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, 2. sæti, 27 ára, lögfræðingur og varabæjarfulltrúi, Akureyri

Einar Freyr Guðmundsson, 5. sæti, 18 ára, menntaskólanemi, Egilsstöðum

Gunnar Hnefill Örlygsson, 3. sæti, 31 árs, framkvæmdamaður og fjármálaverkfræðinemi, Húsavík

Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir, 5. sæti, 25 ára, nemi, Ólafsfirði

Ketill Sigurður Jóelsson, 3.-5. sæti, verkefnastjóri, Akureyri 

Ragnar Sigurðsson, 3.-4. sæti, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Reyðarfirði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka