Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Fengi flokkurinn 24,1% atkvæða ef gengið yrði til kosninga í dag. Vinsti-grænir mælast þá næststærstir með um 13,8% fylgi. Samfylking, Píratar og Framsóknarflokkur koma þar næst og mælast allir með í kringum 12% fylgi.
Helstu breytingar á fylgi flokkanna eru að fylgi Samfylkingar eykst um rúmlega tvö prósentustig milli mælinga. Sama er upp á teningunum með Framsókn, en flokkurinn bætir einnig við sig tæpum tvemur prósentustigum. Fylgi Viðreisnar tekur dýfu en fylgi flokksins minnkar um ríflega tvö prósentustig.
Litlar breytingar mælast á fylgi annarra flokka milli mælinga eða undir einu prósentustigi.
Sjálfstæðisflokkur fengi þá rúmlega 24%, Vinstri-grænir tæplega 14%, Píratar rúm 12%, Framsókn tæplega 12%, Viðreisn tæp 9%, Miðflokkur rúmlega 7%, Sósíalistaflokkur Íslands fengi þá 5,4% og Flokkur fólksins 4% slétt.
Stuðningur við ríkisstjórnina stendur í raun í stað milli mælinga en tæplega 59% svarenda er tóku afstöðu sögðust styðja ríkisstjórnina.
Um einn af hverjum tíu svarenda tók ekki afstöðu eða vildi ekki gefa hana upp. 8% svarenda sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa yfirhöfuð.