„Neðstu hlutar jökulsins, sporðarnir, hafa lækkað um marga tugi metra og jafnvel upp undir hundrað metra sums staðar,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur hjá Veðurstofunni, um Hofsjökul.
Veruleg leysing var á Hofsjökli í sumar samkvæmt mælingum. Hún var einkar mikil á norðanverðum jöklinum. Ársafkoma jökulsins 2020-2021 er -1,33 m en meðaltal áranna 1991-2020 er -0,92 m. Rýrnun Hofsjökuls á þessu ári var 45% umfram meðaltal síðustu ára.