„Trúir þú að það séu fleiri en tvö kyn?“

Í Dagmálaþætti dagsins er meðal annars tekist á um hversu mörg kynin eru. Lengi vel voru þau aðeins talin tvö. Nú hefur orðið mikil breyting þar á. Systkinin Páll Vilhjálmsson og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir takast harkalega á um þetta viðkvæma samfélagsmál í þætti dagsins. 

Það er vægt til orða tekið að segja að þau séu ósammála. Páll stendur á því fastar en fótunum að kynin séu tvö. Hanna Björg segir það algera vitleysu í bróður sínum. 

Dagmál hefja vikuna með krafti og eldmóði á þessum mánudegi. Hanna Björg felldi KSÍ en Páll talar um Stígamótalandsliðið. Hún segir bróðir sinn uppfullan af gerendamiðvirkni og forréttindablindu en Páll segir aðferðir systur sinnar stórhættulegar.

Það neistar milli þeirra systkina þegar rætt er um jafnrétti og segir Páll mannkynið aldrei hafa lifað betra lífi. Hanna Björg blæs á þetta og vill hefja jafnréttisnám í leikskóla með áherslu á að tækla stöðluð kynhlutverk.

Hér er slóð á þáttinn í heild sinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert