Ítarlegt áhættumat um faraldurinn væntanlegt

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ítarlegt áhættumat um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi og áhrif hans er væntanlegt í næstu viku.

Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Alþingi í dag undir dagskrárliðnum óundirbúnar fyrirspurnir.

Áhættumatið gagnast við ákvarðanatöku

Svaraði forsætisráðherra þar fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hvaða gögn lægju til grundvallar þeim ákvörðunum sem teknar eru um sóttvarnatakmarkanir önnur en minnisblað sóttvarnalæknis.

Katrín svaraði því að mjög reglulega væri rætt við færustu sérfræðinga á sviði sóttvarna sem og mannréttindalögfræðinga sem þá væntanlega veita stjórnvöldum ráðgjöf um lagaumhverfi sóttvarna.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín og Vilhjálmur vísuðu meðal annars til skýrslu um framkvæmd sóttvarnalaga sem Páll Hreinsson ritaði að beiðni Katrínar sjálfrar og Svandísar Svavarsdóttur þáverandi heilbrigðisráðherra á haustmánuðum 2020.

Ég get upplýst háttvirtan þingmann um það að þær ákvarðanir sem við tókum síðast miðast að sjálfsögðu við tillögur sóttvarnalæknis og samtöl okkar við sérfræðinga innan heilbrigðiskerfisins og líka lögfræðinga og nú er væntanlegt síðar í vikunni mjög ítarlegt áhættumat á stöðu faraldursins sem mun gagnast okkur við frekari ákvarðanatöku,“ sagði Katrín á Alþingi í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert