Friðjón R. Friðjónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var áminntur af forseta Alþingis fyrir að kalla Kristrúnu Frostadóttur og Jóhann Pál Jóhannsson, þingmenn Samfylkingarinnar, krónprinsessu og jóker á Alþingi í dag.
Þar ræddi hann um húsnæðismál í Reykjavík og sagði íbúafjöldann þar hafa dregist aftur úr miðað við annars staðar á landinu. Hann vitnaði í ummæli Kristrúnar um að Reykvíkingar væru rétt rúmlega þriðjungur þjóðarinnar.
„Við kunnum Kristrúnu Frostadóttur og Jóhanni Páli Jóhannssyni, krónprinsessu og jókernum í spilastokki Samfylkingarinnar þakkir fyrir að draga athygli þingsins að hnignandi stöðu höfuðborgarinnar,“ sagði Friðjón.
„Það mun nýtast í samtalinu um framtíð Reykjavíkur sem fram fer á næstu vikum.“