Kallaði þingmenn krónprinessu og jóker

Friðjón R. Friðjónsson.
Friðjón R. Friðjónsson.

Friðjón R. Friðjónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var áminntur af forseta Alþingis fyrir að kalla Kristrúnu Frostadóttur og Jóhann Pál Jóhannsson, þingmenn Samfylkingarinnar, krónprinsessu og jóker á Alþingi í dag.

Þar ræddi hann um húsnæðismál í Reykjavík og sagði íbúafjöldann þar hafa dregist aftur úr miðað við annars staðar á landinu. Hann vitnaði í ummæli Kristrúnar um að Reykvíkingar væru rétt rúmlega þriðjungur þjóðarinnar.

„Við kunnum Kristrúnu Frostadóttur og Jóhanni Páli Jóhannssyni, krónprinsessu og jókernum í spilastokki Samfylkingarinnar þakkir fyrir að draga athygli þingsins að hnignandi stöðu höfuðborgarinnar,“ sagði Friðjón.

„Það mun nýtast í samtalinu um framtíð Reykjavíkur sem fram fer á næstu vikum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert