Fólk hvatt til að festa lausamuni

Frá Fagradalsfjalli. Enn hristist jörð á Reykjanesskaga.
Frá Fagradalsfjalli. Enn hristist jörð á Reykjanesskaga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Við viljum minna fólk á höfuðborgarsvæðinu á nauðsynlegar forvarnir vegna þeirra jarðskjálfta sem hafa verið undanfarið t.d. að festa lausamuni og fjarlægja hluti úr hillum fyrir ofan rúm.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga.

Rík­is­lög­reglu­stjóri í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­nesj­um hef­ur lýst yfir óvissu­stigi Al­manna­varna vegna hrinunnar.

Veður­stofa Íslands hef­ur einnig vakið at­hygli á því að grjót­hrun og skriður geti farið af stað í bratt­lendi og því er gott að sýna aðgát við bratt­ar hlíðar.

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka