„Við viljum minna fólk á höfuðborgarsvæðinu á nauðsynlegar forvarnir vegna þeirra jarðskjálfta sem hafa verið undanfarið t.d. að festa lausamuni og fjarlægja hluti úr hillum fyrir ofan rúm.“
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga.
Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna hrinunnar.
Veðurstofa Íslands hefur einnig vakið athygli á því að grjóthrun og skriður geti farið af stað í brattlendi og því er gott að sýna aðgát við brattar hlíðar.