Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er stolt af íslenska kvennalandsliðinu eftir 1-1 jafnteflið gegn Belgum.
„Frábær frammistaða! Ég get ekki lýst stemmningunni hérna í Manchester með orðum. Er stolt af þessum frábæru stelpum og því að tilheyra samfélagi sem elur af sér svona hetjur! Áfram Ísland og sigur næst!,“ skrifar Katrín á Facebook-síðu sinni.
Katrín var á meðal þeirra Íslendinga sem mættu til Manchester í Englandi til þess að styðja íslenska kvennalandsliðið í fyrsta leik þess á EM, gegn Belgíu. Endaði leikurinn 1-1 eftir harða baráttu.