Reykjavíkurborg var rekin með 8.893 milljón króna halla fyrstu sex mánuði ársins 2022. „Mikilvægt er að bregðast strax við og vinna að því að stöðva hallarekstur borgarinnar og mun fjármálahópur borgarinnar vinna að því,“ segir í bókun meiri- hlutaflokkanna í borgarráði sl. fimmtudag, þegar árshlutareikning- ur Reykjavíkurborgar fyrir janúar-- júní 2022 var lagður fram.
Þetta er talsvert annar tónn en í bókun meirihlutaflokkanna í apríl sl. þegar kynnt var rekstrarniðurstaða ársins 2021 í borgarstjórn. „Ársreikningur Reykjavíkur skilar gríðarlega sterkri niðurstöðu við krefjandi aðstæður,“ sagði þar.
Starfsemi Reykjavíkurborgar er skipt í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Í B-hluta eru fyrirtæki sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu borgarinnar og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar.
Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.