Hægt að brottvísa vegna afbrota

Mótmæli vegna brottvísunar fyrir utan Stjórnarráðið.
Mótmæli vegna brottvísunar fyrir utan Stjórnarráðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Fremji erlendur ríkisborgari sem búsettur er hér á landi afbrot af ákveðnu alvarleikastigi er hægt að fella niður dvalarleyfi og brottvísa viðkomandi frá landinu. Áður en það er gert þarf þó meðal annars að ganga úr skugga um að viðkomandi sé ekki hætta búin í því landi sem senda á hann til í samræmi við meginregluna um að vísa fólki ekki brott þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu (non-refoulement),“ segir í svari Útlendingastofnunar við spurningu Morgunblaðsins.

Hún var um hvernig brugðist sé við ef einstaklingur sem hefur fengið alþjóðlega vernd hér á landi gerist brotlegur við lög, t.d. hegningarlög eða barnaverndarlög og er dæmdur til refsingar eða sviptur forræði barna.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka